Um Hönnun.Net

Upphaf síðunnar Hönnun.Net nær aftur til 2010, þegar hún var opnuð, en var þó ekki eiginleg vefverslun fyrr en 2020. Hægt var að panta boðskort og jólakort og síðar meir dagatöl.

Elísa heiti ég sem er á bakvið síðuna og hef eins og er séð sjálf um alla hönnun, þó að sum grafík sem er notuð sé keypt grafík með þar til skilin leyfi til afnota. 

Hönnun.Net er í dag, vefverslun sem býður uppá úrval af grafískri hönnun, bæði hönnun sem er send rafrænt og kaupandi lætur prenta sem og útprentaðar vörur sem hægt er að fá heimsent eða sækja.

Hægt er að fá ýmislegt hannað að ykkar ósk, og auðvitað sendir maður ekkert frá sér nema að allir aðilar séu sáttir.

Um stærð mynda fyrir sérsniðna hönnun: Best er að fá myndirnar í sínum upprunalegu gæðum, þá er það beint af myndavélinni eða úr símanum. Þar sem minnkaðar myndir geta verið erfiðara að vinna með, ég mun hafa samband ef ég þarf betri mynd.

Afhending á pöntunum

Hægt er að sækja pantanir án auka kostnaðar í Hafnarfjörð.

Suðurvangur 12,
220 Hafnarfjörður

Einnig sendum við með póstinum hvert á land sem er gegn gjaldi.

Ef þú hefur spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Elísa Rún Hermundardóttir
honnun@honnun.net

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *